LAMBAY SINLE MALT IRISH WHISKEY

LÝSING

Þar sem aldargamlar hefðir þrí – eimingar kunnátta íra fær stuðning frá Camus Cognac í Frakklandi er varðar eikarþroskun og blöndun. Tegundin tekur nafns sitt frá eyjunni Lambay sem er lítil náttúruperla í Írlandshafi 4 km útfrá ströndinni, rétt norður af Dublin á austurströnd Írlands. Á Lambay tekur vískíið út þroska sinn á eikartunnum. Fyrst á hefðbundinn hátt á amerískri Bourbon eik og síðan fær það aukalega tíma á frönskum eikartunnum frá Camus. Þegar það er tilbúið eftir blöndun er áfengistyrkur þess jafnaður niður með fersku brunnvatni Lambay.

Útkoman er einstaklega fágað ,,Craft‘‘ viskí sem hefur sín séreinkenni og gefur aðra upplifun á írsku viskí. Því skilar hreint hágæða kornið, nálægðin við ferska vinda og hafið ásamt geymslu á mismunandi eik á þroskaskeiðinu sem toppað með blöndunarsnilli kjallarameistara Camus, þetta skila sér allt í heillandi og fáguðum drykk

Mahoní viðarbrúnt að lit, lykt af malti, grænn ávöxtur, blómlegir tónar og þroskaður banani, í bragði, kókos, malt, þurrkuð ber og ávextir, efirbragið er langt, malt með sætuvotti og grænn ávöxtur, 40% Alc og Non Chill filtered .