Jack Daniel’s kynnir, Menningarnótt í Dillon garðinum

Í samstarfi við Jack Daniel’s kynnum við frábæra dagskrá á Menningarnótt í Dillon garðinum. Veislan hefst klukkan 14 og stendur fram að Flugeldasýningu.

Fram koma Þórunn Antonía, Systur, Brimbrot, Krummi, Beggi, Ottoman, Fræbbblarnir og The Vintage Caravan. Svo er aldrei að vita nema eitthvað bætist við. Andrea Jóns er auðvitað á sínum stað, frá miðnætti til þrjú.

Við byrjum að hita upp inni á miðvikudaginn með hljómsveitinni Boy, Blúsinn er svo á sínum stað á fimmtudagskvöld.

Á föstudeginun eru það svo Skepna, Skúli Mennski, Klaki ásamt Eyþóri Inga og félögum í Rock, Paper, Sister sem sjá um fjör fram á kvöld uppi á þriðju hæðinni. Andrea Jóns byrjar svo um miðnætti á neðri hæðinni.

Það er frítt inn alla dagana.